Handsmíðað EIK eða Douglas
Kveld-Úlfur með örmum og Krossfætur – 160cm
Kveld-Úlfur með örmum og Krossfætur – 160cm
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Kveld-Úlfur – garðbekkurinn sem lætur ekki vaða yfir sig
Sterkur, þungur og traustur – alveg eins og nafnið gefur til kynna. Kveld-Úlfur er bekkurinn sem situr kyrr þegar aðrir fjúka. Smíðaður úr þykkum eik eða Douglasgreni, með örmum sem styðja þig í lífsins þungu spjalli eða kaffibolla á pallinum.
Hann er handsniðinn í Danmörku og klár í íslenskt veður – sama hvort það er rok, rigning eða sólarglæta í fimm mínútur.
Áletrun í baki? Sjálfsagt. Hvort sem þú vilt nafnið þitt, gælunafn hússins eða „Eigðu góðan dag“ – við gröfum það, hafðu bara samband.
Af hverju að velja Kveld-Úlf
Með örmum – því þú átt skilið að hafa það gott
Þungur og þolinmóður – flýr ekki af pallinum í fyrsta hauststormi
Smíðaður úr skandinavískum harðviði sem þolir meira en bara veður og vind
Hentar vel fyrir heimili, sumarhús og opin svæði – eða bara þar sem fólk vill sitja í friði
Stærð: 160 cm á lengd, nóg pláss fyrir tvo (eða þrjá sem þekkjast vel)
Efni: Ljós eik eða Douglasgreni – náttúruleg viðaráferð sem fær að eldast með reisn
Heimsending á Suðvesturlandi – Kveld-Úlfur kemur til þín með virðingu
Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 25+ ár, Douglas 20+ ár
Viðartegund: Eik eða Douglasgreni
Algeng ending ófúavarið: EIK 15-20 ár, Douglas 12-15 ár
Fjöldi sæta: 3
Handsmíðað: Já
Þyngd: u.þ.b. 55-65 kg
Share




