Útihúsgögn úr eik eða Douglas? Þetta er gott að vita áður en þú velur.
Share
Hvort ættir þú að velja – Douglasgreni eða eik?
Við hjá Útihúsgögn.is bjóðum bæði upp á útihúsgögn úr Douglasgreni og eik. Báðar viðartegundir eru harðviðir sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel – en það eru ákveðin atriði sem vert er að skoða þegar velja á milli þeirra. Sérstaklega snýst valið oft um útlit og viðhald – og ekki síst hversu tilbúinn þú ert í viðhald yfir árin.
Douglasgreni – dökkara, viðhaldsvænna og traust
Douglasgrenið sem við notum kemur fúavarið beint úr trésmiðju – það hefur hlýjan, dökkan lit frá byrjun og gefur frá sér fátt sem litar umhverfið. Þetta gerir það að einstaklega vinsælu efni í útihúsgögn.
Douglasgrenið sem við notum stenst samanburð við eikina mjög vel þegar kemur að endingu og veðurþoli. Það er þétt, sterkt og hefur reynst frábær kostur.
Það kemur tilbúið með fúavörn og þarf því lítið viðhald til að byrja með en gott er að bera á 1-4 ára fresti eftir hversu fljótt það lýsist upp. Fúi gæti farið að byrja ef lengra liði á milli.
Þegar liturinn dofnar með tímanum, er einfalt að bera á hann aftur með olíu eða fúavörn – og viðurinn verður nánast eins og nýr.
Douglas fyrirgefur hlé í viðhaldi og eldist fallega. Það gerir hann að sérstaklega notendavænum kost fyrir þá sem vilja útihúsgögn sem krefjast ekki mikillar umönnunar.
Eikin – ljós, glæsileg og krefjandi eða mjög auðveld
Eikin sem við notum í húsgögnin okkar er ljós, óáborin og stórkostlega þétt og sterk. Hún hefur annan karakter en Douglas – bæði í útliti og meðhöndlun.
Fyrsta sem gott er að vita með eikina er að Tannín getur runnið úr viðnum fyrstu vikurnar, sérstaklega í bleytu. Það getur litað stéttar tímabundið, en ef húsgögnin standa á möl eða grasi er þetta ekki vandamál.
Eikin býður upp á tvo valkosti í útliti til framtíðar:
Ein leiðin er að þú getur haldið ljósum eikarlitnum með því að:
Grunna viðinn með tannínstoppara
Bera tvær umferðir af eðalolíu (glærri eða tekk)
Endurtaka þetta að minnsta kosti árlega
Hin leiðin er að þú getur leyft eikinni að grána náttúrulega, sem er mjög vinsælt í Skandinavíu. Þá þarf ekkert viðhald – eikin tekur silfurgráan lit og endist árum saman án meðhöndlunar.
Ef fólk vill endurnýja upprunalegan lit eikarinnar, þarf að slípa ystu, sól sölnuðu tréþræðina burt og bera á aftur – þar sem olían gengur ekki djúpt inn í viðinn vegna þéttleika hans.
Svo, hvor tegundin hentar þér?
Veldu Douglasgreni ef þú:
Vilt útihúsgögn sem eru tilbúin með vörn og þarfnast lítils viðhalds.
Vilt dökkari við sem eldist vel og er auðvelt að endurnýja með einföldum hætti.
Vilt endingargott efni sem stendur eikinni lítið að baki – en er hagkvæmara og þægilegra í meðhöndlun.
Veldu eik ef þú:
Elskar ljósan náttúrulegan við og ert tilbúin(n) að halda litnum með reglulegri meðferð.
Vilt gránandi útlit sem þróast náttúrulega án viðhalds.
Vilt við með þyngd, þéttleika og klassískum karakter sem margir elska.
Báðar viðartegundirnar eru af hæsta gæðaflokki – en ef þú vilt endingargott, þægilegt og fallegt útihúsgagn með lágmarks fyrirhöfn en auðvelt að halda í lit, þá er Douglas oftast rétta svarið.