Merking á garðbekkinn – Hvernig virkar ferlið?

Við bjóðum merkingu á garðbekki með grafletri – bæði í eik og Douglasgreni. Þú velur texta, leturgerð og við sjáum um að áletrunin verði fullkomin.

1) Veldu merkingu í Viðbótum

Opnaðu flipann Viðbætur á vörusíðunni, veldu merkingu á garðbekki og bættu henni í körfuna ásamt bekknum.

2) Skrifaðu textann á greiðslusíðunni

Í útskráningu er reitur sem heitir Sérmerking Garðbekkir. Skrifaðu nákvæmlega þann texta sem á að fara í bakið.

Við mælum eindregið með að þú staðfestir textann einnig með því að senda tölvupóst á info@utihusgogn.is eða hafa samband í síma 857 6715 til að fyrirbyggja misskilning.

3) Leturgerðir

Í boði eru tvær leturgerðir. Veldu leturgerð í Viðbótum þegar þú bætir merkingunni í körfuna. Ef ekkert er valið, sendum við fyrirspurn áður en vinnsla hefst.

4) Staðfesting, framleiðsla og afhending

Við sendum próförk af áletruninni til samþykkis áður en við byrjum. Afgreiðslutími sérmerkinga er 1–3 vikur. Þegar bekkurinn er tilbúinn, látum við vita og undirbúum afhendingu.

Aftur á bloggið