Handsmíðað EIK eða Douglas
Bolli – 8 manna garðhúsgögn - borð og bekkir í gæða harðviði | Útihúsgögn.is
Bolli – 8 manna garðhúsgögn - borð og bekkir í gæða harðviði | Útihúsgögn.is
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Bolli – 8 manna útihúsgögn með ferkantað borð og fjóra bekki
Stílhreint og handsmíðað útiborðsett úr eik eða Douglasgreni, hannað með skandinavískum einfaldleika og styrk. Bolli samanstendur af rúmgóðu ferhyrndu borði og fjórum bekkjum með náttúrulegum köntum – fullkomið fyrir notalega og skemmtilega útisamveru. Opna hönnunin tryggir auðvelt aðgengi að sætum þar sem enginn situr í miðjunni.
Douglasgreni eða eik? Kíktu hér til að fræðast.
Helstu kostir og sérstaða
- Auðvelt aðgengi í sæti – enginn í miðjunni
- 8 manna
- Plankahönnun með náttúrulegum köntum
- Krossfætur – sterk og stöðug bygging
- Þung, sterk og stöðug hönnun
- Handsmíði úr sérvöldum Douglas eða eik
- Endist árum saman
- Frí heimsending á Suðvesturlandi
Lýsing á efni og hönnun
Bolli er útiborðsett sem sameinar styrk, notagildi og náttúrulegt útlit. Borðið og bekkirnir eru smíðuð úr efnisþykku Douglasgreni eða ljósri eik með náttúrulegri áferð sem fellur fallega að umhverfinu.
Krossfætur undir borðinu tryggja góða stöðu og skapa opið svæði í kringum borðið, sem auðveldar aðgengi og hreyfingu.
Þetta er hönnun sem hentar bæði heimilum, sumarhúsum og fyrirtækjum sem vilja endingargóð og falleg útihúsgögn sem fýkur ekki. Douglasgrenið kemur fúavarið frá verksmiðju og hentar því vel til notkunar allt árið án þess að þarfnast innigeymslu. Eik þarf ekki að fúaverja ef þú vilt leyfa henni að taka á sig silfurgráan, náttúrulegan lit með tímanum.
Stærðir og upplýsingar
- Borð: 120 × 120 cm
- Bekkir: 110 cm (4 stk)
- Fjöldi sæta: 8 manna
- Efni: Douglasgreni eða eik
- Áferð: Náttúrulegir kantar, efnisþykkt plankasmíði
- Yfirborð: Douglasgreni fúavarið – eik ófúavarin
- Hönnun: Ferkantað borð með krossfótum
- Inningeymsla: Þarfnast ekki innigeymslu
Afhending
Frí heimsending á Suðvesturlandi. Afgreiðslutími er að jafnaði 3–5 vikur ef varan er ekki á lager.
Nafnið Bolli dregur dýpri merkingu inn í verkið – tákn um vináttu og samveru, rétt eins og í Laxdælu, þar sem Bolli var trúfastur og öruggur félagi Kjartans. Settið Bolli stendur fyrir styrk, samstöðu og varanlega gæði – útihúsgögn sem endast árum saman við íslenskar aðstæður.
Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 50-70+ ár, Douglas 30-50+ ár
Viðartegund: Eik eða Douglasgreni harðviðir
Algeng ending ófúavarið: EIK 25-35 ár, Douglas 15-25 ár
Handsmíðað: JÁ
Þyngd: u.þ.b. Douglas ca 180kg - Eik ca 260kg kg
Share
