Farðu í vöruupplýsingar
1 af 5

Handsmíðað EIK eða Douglas

Guðrún Ósvífrsdóttir te og kaffi borðsett

Guðrún Ósvífrsdóttir te og kaffi borðsett

Venjulegt verð 299.000 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 299.000 ISK
Útsala Uppselt
Skattar innifaldir. Sending reiknuð við kassa.
Guðrún Ósvífrsdóttir

Guðrún Ósvífrsdóttir – te og kaffi útiborðsett úr eik eða Douglasgreni

Fallegt og þægilegt útiborð með bekkjum sem hentar fullkomlega fyrir kaffi og te á veröndinni. Guðrún Ósvífrsdóttir er handsmíðað úr efnisþykku Douglasgreni eða ljósri eik – evrópskum harðviðum sem þola íslenskt loftslag án innigeymslu. Slétt, heflað yfirbragð og setustaða þar sem þú hallar örlítið aftur og situr neðar skapar afslappaða stemningu fyrir spjall og samveru.

Douglasgreni eða eik? sjá hér

Helstu kostir og sérstaða

  • Slétt og bein hönnun
  • Fullkomið kaffi og te útiborðsett
  • Þægileg og afslöppuð setustaða
  • Bekkir með baki og örmum
  • Sterk og stöðug smíði úr efnisþykku harðviði
  • Handsmíði úr sérvöldum Douglas eða eik
  • Endist árum saman
  • Frí heimsending á Suðvesturlandi

Lýsing á efni og hönnun

Sett í norrænum stíl með sléttri, heflaðri áferð. Borð og bekkir mynda heild með sterkum undirstöðum og áberandi viðarbyggingu. Hentar á verönd, við sumarhús, kaffihús eða í garðinn þar sem óskað er eftir bæði notalegri setu og vönduðu útliti. Eikin er ljós og hlý á litinn en Douglasgrenið með dýpri rauðleitum tónum – bæði efni eru náttúruleg, sterk og henta íslenskum aðstæðum.

Stærðir og upplýsingar

  • Lengd bekkja: 160 cm
  • Lengd borðs: 140 cm
  • Efni: Douglasgreni eða eik
  • Þykkt plankanna: 50–55 mm
  • Þyngd: 70–100 kg
  • Inningeymsla: Þarfnast ekki innigeymslu

Pöntun og afhending

Frí heimsending á Suðvesturlandi. Afgreiðslutími er að jafnaði 3–5 vikur ef varan er ekki til á lager. Við höfum samband eftir pöntun til að staðfesta efnisval og afhendingartíma áður en framleiðsla hefst.

Sagan bak við nafnið

Guðrún Ósvífrsdóttir er ein áhrifamesta kvenpersóna Íslendingasagna, þekkt úr Laxdælu. Hún var vitur, ákveðin og sjálfstæð – rétt eins og útiborðsettið sem ber nafn hennar.

Pantaðu

Skoðaðu myndirnar og pantaðu þitt te og kaffi útiborðsett í dag – handsmíðað úr eðalvið sem endist árum saman við íslenskar aðstæður.

Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 50-70+ ár, Douglas 30-50+ ár

Viðartegund: Eik eða Douglasgreni harðviðir

Algeng ending ófúavarið: EIK 25-35 ár, Douglas 15-25 ár

Handsmíðað:

Þyngd: u.þ.b. Douglas ca 150kg, Eik ca 200kg kg

Skoða allar upplýsingar