Farðu í vöruupplýsingar
1 af 6

Handsmíðað EIK eða Douglas

Snorri – hringlaga útiborð með bekkjum - 200 cm

Snorri – hringlaga útiborð með bekkjum - 200 cm

Venjulegt verð 210.000 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 210.000 ISK
Útsala Uppselt
Skattar innifaldir. Sending reiknuð við kassa.
Veldu viðartegund

Snorri – hringlaga útiborð með föstum bekkjum

Vandað og traust hringborð fyrir útisvæði sem sameinar útiborð og bekk í einu útihúsgagni. Snorri er handsmíðaður úr efnisþykku, náttúrulegum og fallegum harðviði sem hentar fullkomlega fyrir íslenskt veðurfar. Þetta hringlaga útiborð úr Douglas harðviði eða eik býður upp á náttúrulega samveru og hlýlegt yfirbragð – hvort sem er á tjaldsvæðum, í görðum, við sumarhús, fyrirtæki eða sveitarfélög. Útiborð sem fýkur ekki og endist árum saman.

Douglasgreni eða eik? sjá hér

Helstu kostir og sérstaða

  • Plankahönnun með náttúrulegum köntum
  • Sterk og stöðug hönnun
  • Handsmíði úr sérvöldum Douglas eða eik
  • Endist árum saman
  • Hægt að panta í öðrum stærðum
  • Frí heimsending á Suðvesturlandi

Lýsing á efni og hönnun

Snorri er handsmíðað hringlaga útiborð með bekkjum úr Douglas eða eik harðviði, smíðað úr 50–55 mm efnisþykku Douglasgreni sem gefur borðinu mikinn styrk, stöðugleika og náttúrulega fegurð. Þessi hringborðshönnun úr fallegum harðviði nýtir plássið vel og býður upp á hlýlega samveru þar sem allir sitja í kringum borðið. Borðið hentar jafnt fyrir garða, sumarhús, tjaldsvæði og opin svæði fyrirtækja og sveitarfélaga.

Stærðir og upplýsingar

  • Þvermál settsins: 200 cm
  • Þvermál borðplötu: 100 cm
  • Hægt að panta í öðrum stærðum
  • Efni: Douglasgreni eða eik (evrópskur harðviður)
  • Þykkt: 50–55 mm plankar
  • Þyngd: um 150 - 200 kg
  • Þarfnast ekki innigeymslu

Pöntun og afhending

Snorri í 200 cm stærð er staðlað hringborð fyrir útisvæði, en einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir. Afgreiðslutími er að jafnaði 3–5 vikur ef hann er sérsmíðaður. Frí heimsending á Suðvesturlandi er innifalin. Við höfum samband eftir pöntun til að staðfesta stærð, efni og upplýsingar áður en smíði hefst.

Um nafnið Snorra

Nafnið Snorri er sótt í íslenskar sagnir og vísar til Snorra goða Þorgrímssonar, höfðingja og fróðmanns úr Eyrbyggju sögu. Nafnið táknar visku, stöðugleika og tengsl við norræna arfleifð — gildi sem endurspeglast í hönnun og handverki þessa hringlaga útiborðs.

Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): Douglas 15+ ár

Viðartegund: Douglas

Algeng ending ófúavarið: Douglas 12+ ár

Handsmíðað:

Þyngd: u.þ.b. 130 kg kg

Skoða allar upplýsingar