Handsmíðað EIK eða Douglas
Þórir – borð og bekkir 6 manna | Útihúsgögn.is
Þórir – borð og bekkir 6 manna | Útihúsgögn.is
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þórir – borð og bekkir úr harðviði með sléttum, hefluðum köntum
Traust og endingargóð garðhúsgögn úr harðviði, hönnuð með sléttu og hefluðu yfirborði fyrir þægilega og snyrtilega notkun. Þórir er handsmíðaður úr efnisþykku Douglasgreni eða ljósri eik og hentar sérstaklega vel fyrir opin svæði, tjaldsvæði, skóla, leiksvæði og veitingastaði. Sambyggð hönnun tryggir stöðugleika og kemur í veg fyrir að hlutir losni eða fýki til í vindi.
Douglasgreni eða eik? Kíktu hér til að fræðast.
Helstu kostir og sérstaða
- Beinir og heflaðir kantar
- Þung, sterk og stöðug hönnun
- Handsmíði úr sérvöldum Douglas eða eik
- Endist árum saman
- Hægt að velta upp setum
- Hægt að panta í öðrum lengdum
- Frí heimsending á Suðvesturlandi
Lýsing á efni og hönnun
Þórir er sambyggt borð og bekkir sem hentar vel þar sem þörf er á áreiðanlegri, sterkri og viðhaldslítilli lausn. Hönnunin er einföld og norræn, með beinum línum og hlýlegri áferð sem fellur að öllum umhverfum – hvort sem er á leiksvæðum, í skólum eða á opinberum svæðum.
Sléttir og heflaðir kantar gera setuna þægilega og auðvelda þrif, sem gerir Þóri að vinsælli lausn fyrir staði þar sem bæði útlit og notagildi skipta máli.
Douglasgrenið kemur fúavarið frá verksmiðju og hentar því vel til notkunar allt árið án þess að þarfnast innigeymslu. Þetta eru útihúsgögn sem fýkur ekki og endast árum saman í íslenskum aðstæðum.
Stærðir og upplýsingar
- Lengd: 175 cm (hægt að sérpanta aðrar lengdir)
- Fjöldi sæta: 6 manna
- Efni: Douglasgreni eða eik
- Áferð: Heflaðir og sléttir kantar
- Hönnun: Sambyggt borð og bekkir með lömum á setum
- Inningeymsla: Þarfnast ekki innigeymslu
Afhending
Frí heimsending á Suðvesturlandi. Afgreiðslutími er að jafnaði 3–5 vikur ef varan er ekki á lager.
Þórir dregur nafn sitt af Þóri, syni Grettis gamla – tákn styrks, norræns eðlis og trausts byggingarmáta. Rétt eins og þessi borð og bekkir, sem standast ár eftir ár við íslenskar aðstæður.
Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): Douglas 20+ ár
Viðartegund: Douglasgreni
Algeng ending ófúavarið: Douglas 10-15 ár
Handsmíðað: Já
Þyngd: u.þ.b. 120 kg
Share
