Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Handsmíðað EIK eða Douglas

Sif útihúsgögn 250 cm – sléttir kantar, 10 manna

Sif útihúsgögn 250 cm – sléttir kantar, 10 manna

Venjulegt verð 410.000 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 410.000 ISK
Útsala Uppselt
Skattar innifaldir. Sending reiknuð við kassa.
Veldu viðartegund

Sif – útiborð og bekkir með baki og heflaða kanta úr eik eða Douglasgreni

Sif er glæsileg og vönduð útihúsgögn sem sameina styrk, einfaldleika og norræna hönnun. Borðið og bekkirnir eru handsmíðuð úr þykkum, heflaðum Douglasplönkum eða ljósri eik – efnisþykku harðviði sem hentar fullkomlega fyrir íslenskt veðurfar. Sléttar línur og beinir kantar skapa stílhreint og fágað yfirbragð sem fellur vel að umhverfinu.

Helstu kostir

  • Sterk og falleg útihúsgögn
  • Hágæða harðviður úr evrópskum skógum
  • Bekkir með baki fyrir aukin þægindi
  • Handsmíðað úr þykkum, hefluðum plönkum
  • Þung smíði sem fýkur ekki
  • Krossfætur fyrir stöðugleika og styrk
  • Sléttir og beinir kantar fyrir stílhreint útlit
  • Endist árum saman án innigeymslu
  • Fullkomið fyrir íslenskar aðstæður

Douglasgreni eða eik? Sjá hér

Sif borðsettið er rúmgott og hentar vel fyrir 10 manns. Hægt er að bæta stólum við endana og skapa þannig pláss fyrir allt að 12 manns. Þykkt efni, stöðug smíði og traust krossfóthönnun tryggja góða festu og styrk – hvort sem það stendur í garði, við sumarhús eða á útisvæði fyrirtækja og veitingastaða.

Stærð

  • Borð: 250 × 105 cm
  • Bekkir: 250 cm hvor

Frí heimsending á Suðvesturlandi.

Sif ber nafn gyðjunnar úr norrænni goðafræði – tákn fegurðar, stöðugleika og tengsla við náttúruna. Rétt eins og þessi borðsetning, sem endist árum saman og heldur jafnvægi milli styrks og fegurðar.

Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 30+ ár, Douglas 20-30+ ár

Viðartegund: Eik eða Douglasgreni harðviðir

Algeng ending ófúavarið: EIK 15-25 ár, Douglas 10-55 ár

Handsmíðað:

Þyngd: u.þ.b. Douglas ca 250kg - Eik ca. 330kg kg

Skoða allar upplýsingar