Farðu í vöruupplýsingar
1 af 7

Handsmíðað EIK eða Douglas

Glúmur – garðbekkur úr ljósri eik | Útihúsgögn.is

Glúmur – garðbekkur úr ljósri eik | Útihúsgögn.is

Venjulegt verð 159.000 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 159.000 ISK
Útsala Uppselt
Skattar innifaldir. Sending reiknuð við kassa.
Lengd

Glúmur – útibekkur úr eik með krossfótum

Fallegur og sterkur útibekkur smíðaður úr evrópskri eik. Ljós og hlý áferð, norrænn stíll og ending sem þolir íslenskt veður.


Helstu kostir

  • Ljós og falleg viðaráferð
  • Smíðaður úr evrópskri eik
  • Þarfnast ekki innigeymslu
  • Þarf ekki að fúaverja
  • Þungir, þéttir og stöðugir
  • Endist árum saman
  • Hægt að fá með áritun/merkingu
  • Hægt að fá með örmum

Eikin er mjög þéttur og slitsterkur harðviður sem fellur fallega að náttúrulegu umhverfi.
Viðurinn hefur hlýjan ljósan lit sem tekur á sig mjúkan gráleitan tón með tímanum ef hann er ómeðhöndlaður.
Glúmur trébekkurinn úr eik er því frábær kostur fyrir þá sem vilja fallegt, náttúrulegt útlit án mikils viðhalds.
Bekkurinn er þungur og stöðugur, hannaður til að standast íslenskt veður og þarfnast ekki innigeymslu yfir veturinn.

Allir garðbekkir eru handsmíðaðir í Danmörku úr völdum evrópskum við og unnir af reynslumiklum trésmiðum í norrænum stíl.


Sérmerking í baki – gerðu bekkinn að þínum - skoða

Hægt er að fá sérmerkingu í bakið með grafskrift / viðarskurði, t.d. nafn, áletrun eða texta eftir óskum.
Slík merking hentar vel sem gjöf, tilefni eða minning og gefur útibekknum persónulegt gildi.
Við vinnum allar áletranir eftir pöntun og leggjum okkur fram við að skapa fallega og varanlega útfærslu.   Skoða


Armar – aukið þægindi og notagildi - skoða

Hægt er að bæta við örmum sem auka þægindi og gera garðbekkinn hentugri til lengri setu.
Armar eru einnig hagnýtir fyrir kaffibollann eða bókina – og gera trébekkinn að fallegum og þægilegum útihúsgagni við pall, garð eða inngang.   Skoða


Skandinavísk hönnun og handsmíðað gæði

Glúmur úr eik tilheyrir norrænni hönnunarlínu Útihúsgagna.is þar sem einfaldleiki, efnisgæði og ending eru í forgrunni.
Hver garðbekkur er smíðaður úr efnisþykkum plönkum og frágangurinn vandaður í hverju smáatriði – hannaður til að endast árum saman við íslenskar aðstæður.


Upplýsingar

Efni: Douglasgreni (fúavarinn, evrópskur harðviður)

Lengd: 160 cm eða 200 cm. ( Hægt að sérpanta aðrar lengdir)

Framleitt í Danmörku úr hágæða viðarstofnum 

Viðhald: Tvær leiðir:

  • Ekkert viðhald og leyfa eikinni að grána, endist árum saman samt.
  • Viðhalda lit, Tekk eða halda honum ljósum - Bera á olíu minnst einu sinni á ári.

Um nafnið Glúmur

Nafnið Glúmur er sótt í Laxdælu, þar sem Glúmur var maður jafnaðargeðugur og traustur í lund.
Líkt og nafni hans stendur bekkurinn fyrir styrk, einfaldleika og skandinavískt jafnvægi.

Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 30+ ár

Viðartegund: Eik

Algeng ending ófúavarið: EIK 15-25 ár

Handsmíðað:

Þyngd: u.þ.b. 70-80 kg

Skoða allar upplýsingar